Samfélagsmiðlar

Geta dregið enn frekar úr ferðalögum starfsmanna

Það eru teikn á lofti um að vinnuferðir verði ekki eins tíðar á nýjan leik.

Össur er í dag með starfsemi í þrjátíu lönum og hjá fyrirtækinu vinna um fjögur þúsund manns.

Skrifstofubyggingar og ráðstefnuhallir tæmdust þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir bráðum tveimur árum síðan. Heimavinna og fjarfundir urðu nýja normið og viðskiptaferðalangar hafa verið sjaldséðir á flugvöllum og á hótelum að undanförnu. Endurreisn flug- og ferðageirans byggir þó að töluverðu leyti á því að ferðalög í tengslum við vinnu verði tíð á nýjan leik.

En jafnvel þó allar sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og fólk geti á ný farið á milli heimsálfa með eingöngu vegabréf í töskunni þá eru vísbendingar um að vinnuferðum fari fækkandi til lengri tíma.

Skýringin á því liggur í aukinni áherslu á umhverfismál. Það er til að mynda ástæða þess að forsvarsfólk Össurar, eins stærsta útflutningsfyrirtækis landsins, sér fram á breytta tíma þegar kemur að vinnuferðum.

„Við settum okkur það markmið fyrir árið 2021 að verða kolefnishlutlaus og erum búin að ná því markmiði. Einn liður í því er að draga úr flugferðum óháð afleiðingum heimsfaraldursins og stefnum að því að halda áfram á þeirri braut. Við teljum að við getum fækkað ferðalögum sem tengjast ekki viðskiptavinum okkar talsvert og munum nota fjarfundi meira en áður fyrir fundi innanhúss,“ útskýrir Edda H. Geirsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Össurar, spurð um áhrif heimsfaraldursins á ferðalög starfsmanna.

Munu birta uppgjör á samdrætti

Edda bendir hins vegar á að sölustarfsemi Össurar sé þess eðlis að sölufólk fyrirtækisins heimsæki viðskiptavini í eigin persónu þegar kostur gefst, bæði til að kynna nýjungar og aðstoða við þjálfun.

„Þær heimsóknir munu halda áfram en við sjáum líka fram á aukna notkun fjarfundabúnaðar í því samhengi. Þess má geta að ferðamátinn sem notast er við í heimsóknum sölufólks til viðskiptavina er oftast annar en flugvélar.“

Og til marks um fyrrnefnda áherslu Össurar á umhverfismálin þá mun félagið birta tölulegar upplýsingar um samdrátt á kolefnislosun tengdri viðskiptaferðalögum í sjálfbærniskýrslu sem kemur út þann 1. febrúar nk. í tengslum við ársuppgjör fyrir 2021.

Sum flugfélög bregðast við

Áður en Covid-19 faraldurinn hófst var komin pressa á flugfélög vegna þeirra mengunar sem skrifast á starfsemina. Af þeim sökum hóf flugfélagið SAS að kolefnisjafna allar flugferðir þeirra viðskiptavina sem eru í vildarklúbbi félagsins. Hið bandaríska JetBlue gerir slíkt hið sama fyrir þá sem ferðast innan Bandaríkjanna. Hér á landi hefur umræðan ekki náð sama flugi og til marks um það þá gengur kolefnislosunarátak Icelandair út á að farþegarnir sjálfir greiði fyrir þjónustuna.

Fjármagnið sem safnast frá farþegum flugfélagsins er svo nýtt til skógræktar innanlands. Það eru þó vísbendingar um að sú aðferð við bindingu gróðurhúsalofttegunda sé ekki nægjanlega skilvirk.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …