Fimmtungur af rekstrarkostnaði Icelandair árið 2018 skrifaðist á kaup á þotueldsneyti en það ár var olíuverð hærra en það hafði verið í langan tíma. Í dag kostar olían ennþá meira en fyrir fjórum árum síðan og hefur hækkað um tvo þriðju síðustu tólf mánuði. Fat af Norðursjávarolíu kostar núna 90 dollara og það eru teikn á lofti um að verðið haldi áfram að hækka á næstunni.