Heldur enn í vonina um að Bretarnir komi

Aukinn stuðningur við veitingageirann var samþykktur á Alþingi í síðustu viku. Á sama tíma hefur ferðaþjónustan verið sett á guð og gaddinn að mati framkvæmdastjóra Snæland Grímsson. Hann segist þó reyna að halda í bjartsýnina.

Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson. Fyrirtækið heldur utan um Íslandsreisur farþeganna sem hingað koma á vegum TUI í Bretlandi.

Um fjórði hver ferðamaður hér á landi yfir vetrarmánuðina er breskur. Þannig var þetta alla vega fyrir heimsfaraldur því þá komu hingað fleiri Bretar í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá. 

Breski ferðarisinn Thomson/TUI hefur verið stórtækur í vetrarferðum til Íslands og flogið hingað allt að fimmtán þúsund farþegum á þessum tíma árs. Það er Snæland Grímsson sem hefur skipulagt Íslandsdvöl farþega bresku ferðaskrifstofunnar og að sögn Hallgríms Lárussonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, þá var útlitið í byrjun vetrar ágætt. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.