Samfélagsmiðlar

Hlutu hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF, Jón Gestur Ólafsson gæða umhverfis- og öryggisstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eva Yngvadóttir efnaverkfræðingur hjá Eflu og fulltrúi dómnefndar.

Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu fyrr í dag veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega en fámenna athöfn í Grósku. Að þessu sinni féllu verðlaunin Höldi – bílaleigu Akureyrar í skaut.

Í tilkynningu kemur fram að margar frambærilegar tilnefningar hafi borist dómnefnd að þessu sinni sem gefa tilefni til bjartsýni og trú á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

„Val dómnefndar var ekki auðvelt, en með þá sýn að geta boðið öllum ferðamönnum að aka um landið með visthæfum hætti er vel við hæfi að þakka frumkvöðlunum hjá Höldi – Bílaleigu Akureyrar sérstaklega fyrir þeirra framlag og veita þeim hvatningu til að takast á við þau verkefni og áskoranir sem framundan eru í áframhaldandi vegferð,“ segir í tilkynningu.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Höldi – Bílaleigu Akureyrar segir að fyrirtækið hafi náð 85%
endurvinnsluhlutfalli og starfsfólk þess hefur gróðursett yfir þrjátíu þúsund tré
frá árinu 1995.

„Þegar kemur að öryggi leigutaka nýtir fyrirtækið appið „Your Friend in Iceland“
þar sem hægt er að miðla opinberum viðvörunum auk þess sem hægt er að hafa samband við
leigutaka ef hætta steðjar að á ákveðnum svæðum í gegnum ökurita sem staðsettir eru í
bílunum. Þá fá leigutakar upplýsingar um græn akstursráð þar sem hvatt er til góðrar umgengni
um landið,“ segir í rökstuðningi.

Höldur er með jafnlaunavottun og starfar samkvæmt vottuðu ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi og
ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi. Fyrirtækið rekur mannauðsskóla þar sem áhersla er lögð á
jafnréttismál, öryggi- og heilsuvernd, fræðslu starfsmanna og þjálfun. Þá er einnig öllu erlendu
starfsfólki boðin kennsla í íslensku þeim að kostnaðarlausu og fara námskeiðin fram á þeim
tungumálum sem starfsfólk fyrirtækisins skilur.

Í dag á Höldur hátt í 300 rafbíla, 600 tengiltvinnbíla og 530 Hybrid bíla og nokkra Metan bíla. Meðalútblástur bílaflota fyrirtækisins hefur lækkað um 30 prósent frá árinu 2007.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …