Samfélagsmiðlar

Láta tvær duga fyrir sumarið

Icelandair leigir ellefum af þeim fjórtán Boeing Max þotum sem verða í flota félagsins frá og með vorinu.

Icelandair hefur komist að samkomulagi við flugvélaleigu í Dubai um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 Max 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að bandaríski flugvélaframleiðandinn afhendi vélarnar nú í vor samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Stjórnendur félagsins gáfu það út sl. haust að til skoðunar væri að bæta allt að þremur Max þotum við flota félagsins fyrir næstu sumarvertíð.

Það stendur hins vegar ekki til lengur í bili að leigja þriðju þotuna samkvæmt svörum frá Icelandair við fyrirspurn Túrista.

Þar með verða Max þoturnar í flota flugfélagsins fjórtán en ekki fimmtán næsta sumar. Af þeim á Icelandair þrjár.

„Við sáum tækifæri og þörf til að bæta við Boeing 737 Max vélum í flota okkar vegna áframhaldandi uppbyggingar leiðakerfisins og hagfelldra aðstæðna á flugvélamörkuðum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Hann bætir því við að þotur af þessari tegund hafi reynst enn betur en búist hafði verið við, bæði hvað varðar drægni og eldsneytisnýtingu.

„Þær eru af nýrri kynslóð umhverfisvænni flugvéla og því jafnframt mikilvægur þáttur í því að draga úr kolefnislosun í  starfsemi okkar,“ bætir Bogi við.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …