Nú verður samkeppni í flugi milli Íslands og Rómar

Framboð á flugi til höfuðborgar Ítalíu eykst næsta sumar.

Frá Rómarborg. Mynd: Christopher Czermak / Unsplash

Lengi hefur Mílanó verið eina ítalska borgin sem þotur Icelandair fljúga reglulega til en frá og með 6. júlí nk. bætist Róm við leiðakerfi félagsins. Þetta kemur fram í Facebook færslu frá Icelandair. Þar segir ekkert um hversu oft í viku verður flogið til Rómar en sala á ferðunum er ekki hafin á heimasíðu flugfélagsins.

Icelandair verður ekki eina félagið sem býður upp á Rómarflug frá Keflavíkurflugvelli því Wizz Air hefur haldið úti ferðum þangað frá síðasta sumri og áformar að halda því áfram næsta sumar.

Áður hafa Norwegian, Vueling og Wow Air spreytt sig á flugi milli Íslands og höfuðborgar Ítalíu.

Viltu prófa áskrift að Túrista? Þú færð 1000 króna afslátt fyrsta mánuðinn með því að nota afsláttarkóðann „NKL“ þegar áskrift er bókuð hér. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa í framhaldinu á fullu verði (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.