Eitt af því sem einkenndi sumarvertíðarnar á Keflavíkurflugvelli var mikill fjöldi flugferða til Evrópu stuttu eftir miðnætti. Sumarið 2012 var til að mynda sjötta hver brottför á dagskrá fyrstu tvær klukkustundir sólarhringsins. Þoturnar lentu svo árla morguns á meginlandinu þar sem klukkan er tveimur tímum á undan á sumrin.