Rauðu dagar ársins 2022

Þetta eru dagarnir sem geta teygt á fríinu í ár.

MYND: Moritz Knöringer / UNSPLASH

Það eru aðeins níu lögbundnir frídagar á virkum degi í ár en svo fáir voru þeir reyndar líka í fyrra. Baráttudagur verkalýðsins og jóladagur eru nefnilega aftur um helgi. Núna er annar í páskum og sumardagurinn fyrsti aftur á móti í sömu vikunni. Það er því hægt að skipuleggja lengri ferðalög í kringum páska og spara sér alla vega einn orlofsdag.

Hvítasunnan er líka seinna á ferðinni og hægt að nota hana sem hluti af sumarfríi ársins. En hér eru annars dagarnir níu sem gott er að hafa í huga þegar orlof ársins er skipulagt.

Rauðu dagarnir 2022:

Skírdagur, 14.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 15.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 18.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 21.apríl – fimmtudagur
Uppstigningardagur, 26.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 6.júní – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – föstudagur
Frídagur verslunarmanna, 1.ágúst – mánudagur
Annar í jólum, 26. desember, mánudagur

Smelltu til að gera verðsamanburð á bílaleigubílum og hér til að bera saman verð á hótelgistingu