Seldu annað hvert sæti

Þota Play við Schiphol flugstöðina í Amsterdam. Mynd: Schipol Airport Amsterdam

Það voru 101.053 farþegar sem nýttu sér ferðir með Play í fyrra en fyrsta áætlunarferðin var farin í lok júní. Sætanýtingin í ferðum félagsins á þessu sex mánaða tímabili var 53 prósent.

Hæst var hún í október þegar rúmlega tvö af hverjum þremur sætum voru skipuð farþegum eins og sjá má hér fyrir neðan. Í nýliðnum desember var hlutfallið 53 prósent en þau flutti félagið nærri 18 þúsund farþega.

Í tilkynningu frá Play segir að um helmingur farþega félagsins í fyrra hafi verið á leið frá Íslandi og hinn helmingurinn hefur þá byrjað ferðalagið í útlöndum.