Smá bati í fyrra

ferdamenn cataratas do iguacu brazil henrique felix
Ferðamenn við Iguazú fossana á landamærum Brasilíu og Argentínu. Mynd: Henrique Felix / Unsplash

Ferðamenn á heimsvísu voru 415 milljónir talsins í fyrra sem er viðbót um fjögur prósent frá árinu 2020. Þrátt fyrir bætinguna er ennþá langt í land með að fjöldi þeirra sem ferðast yfir landamæri verði álíka og var áður en heimsfaraldurinn hófst. Samdrátturinn á nýliðnu ári nemur nefnilega 72 prósentum í samanburði við árið 2019 samkvæmt nýrri úttekt ferðamálaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hér er eingöngu horft til fjölda þeirra sem ferðast milli landa.

Í Evrópu fjölgaði erlendum ferðamönnum til um 19 prósent í fyrra en aftur á móti fækkaði þeim um tvo þriðju í Asíu. Hér á landi voru brottfarir erlendra farþega 44 prósent fleiri á síðasta ári en þær voru árið 2020.

Sérfræðingahópur ferðamálaráðs Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að mun fleiri verði á ferðinni í ár en það verði þó ekki fyrr en árið 2024 sem ferðamenn á heimsvísu verði jafn margir og þeir voru árið 2019.