United Airlines blandar sér í umræðuna um nýtt útlit Icelandair

Max þota United með bláa hreyfla. Mynd: United Airlines

Fyrsta farþegaþota Icelandair í nýjum búningi kom til landsins í gær og hélt í morgun með farþega félagsins til Tenerife. Óhætt er að segjað nokkuð líflegar umræður eigi sér stað um hið nýja útlit þotanna á Twitter og breytingin fer almennt illa í mannskapinn.

Einn þeirra neikvæðu er flugblaðamaðurinn Jason Rabinowitz sem spyr einfaldlega hvað Icelandair gangi til með þessari breytingu. Rabinowitz er með um sextíu þúsund fylgjendur á Twitter og fjöldi þeirra svarar tísti hans og þar á meðan United Airlines.

Í athugasemd bandaríska flugfélags er Icelandair hrósað fyrir bláu hreyflana og þá vísað til þess að nú líkjast þeir hreyflunum á þotum United eins og sjá á myndinni hér fyrir ofan. Hingað til hafa hreyflarnir hjá Icelandair aftur á móti verið gulir.