68 þúsund erlendir brottfararfarþegar

Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Talning á útlendingum sem fara í gegnum vopnaleitina í Leifsstöð hefur lengi verið notuð til að leggja mat á fjölda erlendra ferðamanna hér á landi. Og samkvæmt talningu síðasta mánaðar þá voru þeir þá samtals 68 þúsund. Bretar voru fjölmennastir eða sextán þúsund talsins og þar á eftir komu fjórtán þúsund Bandaríkjamenn.

Fjöldi erlendra farþega mælist núna mitt á milli þess sem var í janúarmánuði árin 2015 og 2016. Fyrra árið komu hingað í heildina tæplega 1,3 milljónir ferðamanna en síðara árið voru þeir hálfri milljón fleiri.

Til samanburðar má þess geta að Íslandsbanki gerir ráð fyrir að ferðamenn hér á landi verði í mesta lagi 1,2 milljónir í ár.