Samfélagsmiðlar

Afsala sér ríkisábyrgðinni

Frá Heathrow í London en íslenska ríkið átti að fá veð í lendingarleyfum Icelandair á flugvellinum ef félagið hefði dregið á lánalínu hins opinbera.

Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group haustið 2020 þá samþykkti Alþingi að ábyrgjast 90 prósent af mögulegri lántöku Icelandair. Heimildin hljóðaði upp á allt að 120 milljón dollara lán sem jafngildir 15 milljörðum króna í dag. Íslandsbanki og Landsbanki skuldbundu sig til að veita lánið ef á þyrfti að halda. Icelandair hefur hins vegar ekki enn nýtt lánaheimildina og geri það ekki úr þessu því í dag afsöluðu stjórnendur flugfélagsins sér heimildinni en hún gilti fram í september á þessu ári.

Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að lánaínan og ábyrgð ríkisins á henni hafi verið nauðsynlegur þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

„Þrátt fyrir að neikvæð áhrif faraldursins á starfsemi okkar, sérstaklega á fyrri hluta ársins, fluttum við 1,5 milljón farþega á síðasta ári og jukum flugframboð í 65 prósent af því sem það var á árinu 2019. Samhliða uppbyggingu leiðakerfisins þéttum við raðirnar á ný og réðum til okkar hátt í eitt þúsund starfsmenn á árinu. Nú þegar flugfélög og ferðaþjónusta færast nær eðlilegri starfsemi á ný, er ég þess fullviss að við hjá Icelandair höfum það sem þarf til að ná meginmarkmiði okkar í kjölfar faraldursins – að koma félaginu í sjálfbæran rekstur,“ bætir Bogi við.

Nýtt efni

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …