Engin brottför fyrr en seinnipart dags

Mynd: Isavia

Vegna veðurofsans liggur umferðin um Keflavíkurflugvöll niðri og búið er að aflýsa nítján af tuttugu og fimm brottförum dagsins. Næsta flug sem ennþá er á áætlun er ferð Icelandair til New York klukkan 17 í dag og í kjölfarið eiga þotur félagsins að fljúga til Boston og Orlando.

Wizz Air stefnir á ferðir til Mílanó og Gdansk þegar rofar til og Transavia hyggst fljúga til Amsterdam.