Engin grímuskylda í flugi innan Skandinavíu

Nú þurfa þeir sem fljúga með Norwegian innan Skandinavíu ekki að vera með grímur í ferðalaginu. MYND: NORWEGIAN

Allir þeir sem fljúga með Norwegian innan Skandinavíu þurfa ekki lengur að vera með grímur og það sama á við um farþega norsku flugfélaganna Widerøe og Flyr. Stjórnendur SAS ætla síður í vikunni að taka ákvörðun um hvort grímuskyldan verði einnig felld niður þar á bæ.

Í ferðum Norwegian og Flyr út fyrir Skandinavíu verða farþegarnir áfram að vera með grímur.

Norski viðskiptavefurinn E24 hefur það eftir talsmanni Norwegian að þessar breytingar séu í takt við niðurfellingar á sóttvarnaraðgerðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta er í annað sinn í heimsfaraldrinum sem Norwegian afnemur grímuskylduna því það var líka gert í upphafi vetrar en þegar ómíkrón afbrigðið kom til sögunnar voru farþegar á ný látnir setja upp grímur.