Samfélagsmiðlar

Enginn stjórnandi hætti á meðan flugfélagið skilaði hagnaði

Nú eiga hluthafar Icelandair að taka afstöðu til þess hvort það séu launin eða fyrst og fremst góður árangur sem heldur fólki í vinnu hjá flugfélaginu. Vísbendingar eru um að það síðarnefnda hafi vegi þungt á sínum tíma.

Í byrjun vikunnar afsalaði stjórn Icelandair sér ríkisábyrgð á lánalínu flugfélagsins. Ábyrgðin hefði mögulega komið í veg fyrir innleiðingu á boðuðu bónuskerfi fyrir stjórnendur.

Stjórn Icelandair leggur til að forstjóri og framkvæmdastjórar félagsins fái rétt til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækinu á sérkjörum og einnig verði viðhaldið kaupaukakerfi sem geti hækkað laun þessa átta manna hóps um allt að fjórðung.

Með þessum kjarabótum til stjórnenda er vonast til að Icelandair gangi betur að halda í lykilstarfsfólk og vísað er til þess að þrír af framkvæmdastjórum flugfélagsins hættu í fyrra. Ekkert þessara þriggja sat í framkvæmdatjórninni árið 2017 þegar rekturinn var síðast réttum megin við núllið.

Tvö þeirra tóku sæti í yfirstjórninni árið eftir og sú þriðja bættist við í ársbyrjun 2019.

Þessi tvö ár tapaði Icelandair samtals um 14 milljörðum króna þrátt fyrir að þetta hafi almennt verið góð ár í flugrekstri. Flugfélagið SAS, sem oft hefur átt í vanda, skilaði til að mynda methagnaði. Kyrrsetning Boeing Max þotanna árið 2019 fór illa með Icelandair en á móti kom að Wow Air hvarf af markaðnum á sama tíma. Heimsfaraldurinn hófst svo í ársbyrjun 2020 og það er fyrst núna sem sér til sólar á ný.

Úr samsteypu í flugfélag

Sem fyrr segir var það árið 2017 sem Icelandair skilaði síðast hagnaði og árin sex þar á undan var afkoman líka jákvæð. Á þessum árum var yfirstjórn flugfélagsins nærri óbreytt allan tímann. Einhverjir stjórnendur færðust til í störfum innan fyrirtækisins en enginn kvaddi flugfélagið til að fara til keppinautar eða í aðra geira samkvæmt því sem Túristi kemst næst.

Á þessum árum var flugfélagið rekið sem systurfélag Icelandair Group og fór Birkir Hólm Guðnason fyrir flugfélaginu á meðan Björgólfur Jóhannsson var forstjóri Icelandair samsteypunnar sem einnig rak hótelkeðju, Flugfélag Íslands og ferðaskrifstofur. Í árslok 2017 voru gerðar skipulagsbreytingar og þá tók Björgólfur við stjórn flugfélagsins og Birkir hvarf á braut.

Björgólfur sagði starfi sínu lausu í ágúst 2018 og Bogi Nils Bogason, tók við sem forstjóri. Hann hafði áður verið forstöðumaður fjármála Icelandair Group.

Kynntu bónuskerfið eftir að ríkisábyrgðin var afþökkuð

Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair sumarið 2020 þá samþykkti Alþingi að ábyrgjast lánalínu til flugfélagsins upp á rúmlega þréttan milljarða króna á gengi dagsins í dag. Á mánudaginn afsalaði stjórn Icelandair sér þessari ábyrgð. Tveimur dögum síðar var betrumbætt bónuskerfi fyrir stjórnendur kynnt.

Í skilmálum Alþingis, fyrir veitingu ábyrgðarinnar, er ekki skýrt kveðið á um bann við sérkjörum til stjórnenda. Viðmælendur Túrista í viðskiptalífinu eru þó sammála um að það hefði verið erfitt fyrir stjórn Icelandair að leggja til fyrrnefndar kjarabætur ef ábyrgðin væri ennþá virk. Bæði kynni það að stangast á við hluta af skilmálunum og eins hefði umræðan um kjarabæturnar þá mögulega ratað inn á Alþingi.

Geta ekki keppt við erlend tilboð

Samkvæmt svari frá Icelandair, við fyrirspurn Túrista um boðaðar hækkanir á kjörum stjórnenda, þá segir að stjórn Icelandair telji nauðsynlegt að innleiða langtímahvatakerfi til að ráða og halda í lykilstarfsmenn. „Stjórnendur félagsins hafa jafnframt verið að fá tilboð erlendis frá sem félagið hefur ekki getað keppt við kjaralega,“ segir í svarinu. Þar er jafnframt bent á að skráð fyrirtæki á Íslandi hafa í auknum mæli verið að innleiða hvatakerfi fyrir stjórnendur.

Þegar spurt er hvort almennum starfsmönnum bjóðist einnig þátttaka í hvatarkerfi þá segir í svari Icelandair að stjórn félagsins sé almennt á því að mikilvægt sé að tengja betur saman hagsmuni sem flestra starfsmanna og hluthafa. Því verði unnið að því á næstu misserum í samræmi við drög að nýrri starfskjarastefnu sem lögð verður fram á næsta aðalfundi til samþykktar. 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …