Enginn stjórnandi hætti á meðan flugfélagið skilaði hagnaði

Nú eiga hluthafar Icelandair að taka afstöðu til þess hvort það séu launin eða fyrst og fremst góður árangur sem heldur fólki í vinnu hjá flugfélaginu. Vísbendingar eru um að það síðarnefnda hafi vegi þungt á sínum tíma.

Í byrjun vikunnar afsalaði stjórn Icelandair sér ríkisábyrgð á lánalínu flugfélagsins. Ábyrgðin hefði mögulega komið í veg fyrir innleiðingu á boðuðu bónuskerfi fyrir stjórnendur. Mynd: Icelandair

Stjórn Icelandair leggur til að forstjóri og framkvæmdastjórar félagsins fái rétt til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækinu á sérkjörum og einnig verði viðhaldið kaupaukakerfi sem geti hækkað laun þessa átta manna hóps um allt að fjórðung.

Með þessum kjarabótum til stjórnenda er vonast til að Icelandair gangi betur að halda í lykilstarfsfólk og vísað er til þess að þrír af framkvæmdastjórum flugfélagsins hættu í fyrra. Ekkert þessara þriggja sat í framkvæmdatjórninni árið 2017 þegar rekturinn var síðast réttum megin við núllið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.