FL-Group, þáverandi móðurfélag Icelandair, gekk frá samningum við Boeing um kaup á allt að sjö Dreamliner þotum árið 2005. Þá var reiknað með að fyrstu þoturnar yrðu afhentar fimm árum síðar en bandaríski flugvélaframleiðandinn stóð ekki við það. Árið 2011 tók Norwegian yfir kauprétt Icelandair sem þá var kominn niður í þrjár þotur.