Fá ekki að fljúga til og frá Bretlandi

Ferðir Aeroflot frá Moskvu til London verða ekki á dagskrá á næstunni. Skjámynd af vef Sheremetyevo flugvallar

Þota á vegum Aeroflot, stærsta flugfélags Rússlands, lenti á Heathrow flugvelli í London í hádeginu í gær en ferð félagsins frá Moskvu í dag hefur verið aflýst. Skýringin liggur í banni sem bresk stjórnvöld settu í gær á ferðir rússneska flugfélagsins til Bretlands og einnig um breska lofthelgi.

Þessi aðgerð er hluti af þeim viðskiptaþingunum sem breska ríkisstjórnin kynnti í gær á hendur rússneskum stjórnvöld og fyrirtækjum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Aeroflot hefur ekki verið eitt um að halda úti flugferðum milli London og Moskvu því það gerir British Airways líka. Ferð breska félagsins til rússnesku höfuðborgarinnar í morgun var aftur á móti líka aflýst.