Fleiri til Berlínar

Íslendingar nýttu sér í auknum mæli ferðirnar héðan til Berlínar þegar leið á haustið. visitBerlinFoto:Dagmar Schwelle

Það var hraður upptaktur í ferðum Íslendinga til höfuðborgar Þýskalands síðastliðið haust. Í september voru gistinætur Íslendinga í borginni rétt fjórtán hundruð talsins en í október tvöfaldaðist fjöldinn og fór uppí 3.006 nætur.

Í nóvember fjölgaði íslenskum gistinóttum um fjórðung og voru samtals 3.753 samkvæmt tölum frá ferðamálaráði Berlínar.

Bæði Icelandair og Play fljúga reglulega til Berlínar en ferðum félaganna fækkaði þó nokkuð í janúar. Ekkert erlent flugfélag hefur haldið úti Íslandsflugi frá Berlín síðan Airberlin varð gjaldþrota árið 2017. Þar í borg eru þó lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair stórtæk en hvorugt þeirra hefur hingað til spreytt sig á áætlunarferðum til Keflavíkurflugvallar frá Þýskalandi.

SMELLTU TIL AÐ BERA SAMAN FARGJÖLD TIL BERLÍNAR