Löngu áður en heimsfaraldurinn skall á var rekstur Norwegian orðinn þungur. Hraður vöxtur hafði einfaldlega ekki skilað sér í jákvæðri afkomu og þegar Covid-19 skall á var félagið á vonarvöl. Stjórnendur félagsins nýttu hins vegar ástandið til að endursemja um skuldir félagsins og um leið að stokka upp reksturinn.