Kaupmannahöfn hefur ávallt verið fastur liður í flugáætlunum íslenskra flugfélaga og núna geta farþegar á leið héðan til dönsku höfuðborgarinnar valið á milli reglulegra ferða með Icelandair, Play og SAS. Icelandair situr hins vegar eitt að ferðunum milli Íslands og Billund á Jótlandi. Á því gæti þó orðið breyting næsta sumar.