Hvað gera íslensku flugfélögin við grímurnar?

Þeir sem fljúga innan Skandianvíu þurfa ekki lengur að sitja með grímur því stjórnendur SAS, Flyr og Norwegian lögðu niður grímuskylduna stuttu eftir að sóttvarnaraðgerðir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku voru felldar úr gildi í byrjun mánaðar.

Nú hefur öllum samkomutakmörkunum hér á landi vegna Covid-19 hefur verið aflétt og það sama á við um takmarkanir við landamærin. Stjórnendur íslensku flugfélaganna er þó ekki tilbúnir til að gefa neitt út um hvort þeir muni fylgja fordæmi stjórnenda skandinavísku flugfélaganna og hætta að skylda farþega að nota grímur í flugi til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.

Í svari Icelandair við fyrirspurn Túrista segir einfaldlega að fyrirtækið fylgi tilmælum frá flugmála- og sóttvarnaryfirvöldum.

Talsmaður SAS segir hins vegar í svari sínu að þar sé ætlunin að aðlaga reglur um grímunotkun að hverju landi fyrir sig. Enn sem komið geti farþega félagsins þó aðeins sleppt grímunum ef flogið er innan Skandinavíu. Þeir sem nýta sér ferðir SAS til Íslands frá Ósló og Kaupmannahöfn þurfa því áfram að vera með grímur.