Það var sumarið 2013 sem Icelandair fór jómfrúarferð sína til Sankti Pétursborgar en þetta var í fyrsta sinn sem félagið hélt úti áætlunarflugi til Rússlands. Flugleiðin var hins vegar lögð niður haustið 2014 og þá gáfu forsvarsmenn Icelandair þær skýringar að eftirspurn Rússa eftir utanlandsferðum hefði dvínað í kjölfar átaka Rússa og Úkraínu á Krímskaga.