Samfélagsmiðlar

Ítreka fyrri yfirlýsingu um kolefnislausan Keflavíkurflugvöll

Isavia hefur undirritað Toulouse yfirlýsinguna um sjálfbærni og kolefnisleysi í flugtengdum rekstri. Nærri 100 flugvallarrekendur, samtök þeirra,  og fulltrúar um 200 flugvalla undirrituðu yfirlýsinguna.

„Yfirlýsingin er unnin á vettvangi Evrópusambandsins með aðkomu hagaðila á borð við Evrópudeild Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe – Airports Council International). Hún markar kaflaskil á þeirri vegferð flugvallarekenda í álfunni um að stefna að kolefnishlutleysi í flugvallarekstri fyrir árið 2050, segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að í yfirlýsingunni taki ríkisstjórnir Evrópusambandsríkja, framkvæmdastjórn ESB og hagaðilar í fyrsta sinn höndum saman um að ná fram kolefnishlutleysi í flugiðnaði. Yfirlýsingin er sögð ryðja brautina fyrir samninga Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi í flugiðnaði og heimsmarkmið þess í alþjóðaflugi á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).

„Þessi yfirlýsing er mikilvægt næsta skref í átt að kolefnislausri framtíð í flugvallarekstri,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. „Við höfum þó sett okkur það markmið að starfsemi Keflavíkurflugvallar verði orðin kolefnislaus árið 2030. Þar með erum við í hópi með þeim flugvöllum innan ACI Europe sem hafa sett sér það yfirlýsta markmið að ná þangað tuttugu árum á undan áætlun alþjóðasamtakanna.”

„Stjórn Isavia samþykkti í fyrra sjálfbærnistefnu fyrir félagið sem taki á loftslagsmálum, auðlindanýtingu, lífsgæðum og virðissköpun,” segir Hrönn. „Sett hafa verið skýr markmið, ákveðnir mælikvarðar og lögð fram fimm ára aðgerðaráætlun. Haldið er ítarlegt og skýrt stefnubókhald um aðgerðirnar til að tryggja framkvæmd þeirra. Þá fengum við hjá Isavia ISO 14001 umhverfisvottun í lok síðasta árs. Sú vottun styður við sjálbærnistefnuna og aðgerðaráætlunina og sýnir að þær eru ekki bara orðin tóm.”

„Hver og einn flugvöllur sem skrifar undir þessa yfirlýsingu setur mark sitt á framtíð okkar sem atvinnugreinar, sem hagkerfis og sem samfélags,“ segir Olivier Jankovec, framkvæmdastjóri ACI Europe. „Þeir staðfesta metnað sinn, framtíðarsýn og yfirburði sem sjálfbærum aðgerðum.“

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …