Lofthelgin lokuð

Flugumferðin í kringum Úkraínu í morgun. Skjámynd af vef Flightradar

Flugleiðsögustofnun Evrópu, Eurocontrol, lokaði lofthelginni yfir Úkraínu í nótt stuttu eftir Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði hernum að ráðast inn í Úkraínu. Þær farþegaflugvélar sem þá voru í úkraínskri lofthelgi urðu frá að hverfa. Flugvöllum í austurhluta landsins hafði reyndar verið lokað áður, til að mynda alþjóðaflugvellinum í Kharkiv samkvæmt frétt Wall Street Journal.

Eurocontrol varar einnig við flugi yfir Rússlandi á þessari stundu samkvæmt Twitter færslu framkvæmdastjóra stofnunarinnar nú í morgun.

Það sem af er ári hafa lággjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air verið umsvifamestu flugfélögin í Úkraínu og í þriðja sæti er flugfélag heimamanna sjálfra, Ukraine International.