Mælt með óbreyttri stjórn

Aðalfundur Icelandair Group fer fram þann 3. mars nk. og leggur tilnefninganefnd félagsins til að umboð núverandi stjórnar verði endurnýjað. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þau sem skipa stjórn Icelandair Group í dag og munu gera það áfram eftir næsta aðalfund, ef fallist verður á tillögu tilnefningarnefndar, eru Svafa Grönfeldt, Nina Jonsson, John F. Thomas, Matthew Evans og Guðmundur Hafsteinsson sem er stjórnarformaður.