Samfélagsmiðlar

Miklu lægri kostnaður en á hinum flugvöllunum

Einu áætlunarflugin sem í boði er frá Stewart flugvelli í New York í dag eru ferðir til Flórída. Flugmálayfirvöld í heimsborginni sjá tækifæri í að bæta úrvalið umtalsvert.

Ný flugstöðvarbygging fyrir farþega í alþjóðaflugi frá Stewart flugvelli í New York verður í raun vígð þegar áætlunarflug Play hefst.

„Þetta er í raun annar markaður en sá sem hinir flugvellirnir við New York ná til. Uppitökusvæðið er stórt og fer stækkandi eins og ört hækkandi fasteignaverð á svæðinu er til marks um. Fólk hefur verið er að flytja úr stórborginni og í Hudsondalinn. Þetta eru listamenn og aðrir sem geta sinnt vinnunni sinni hvar sem er,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um nýjasta áfangastað félagsins, Stewart flugvöll í New York. Þangað hyggst félagið hefja flug í byrjun júní.

„Í dag er ekkert alþjóðlegt flug á boðstólum frá Stewart og íbúar svæðisins keyra því fram hjá flugvellinum á leið sinni í flug frá JFK og Newark. Á þessum tveimur flugvöllum er samt í raun allt dýrara og erfiðara, til dæmis að leggja bílum,” bætir Birgir við í samtali við Túrista.

Stewart flugvöllur er um 100 kílómetrum norðan við heimsborgina og það tekur um einn og hálfan tíma að komast þaðan og inn á miðja Manhattan-eyju. Forstjóri Play bendir hins vegar á að flugstöðin sé lítil og því fljótlegt að fara þar í gegn. 

„Þetta er bara eins og að lenda á Egilsstöðum. Þú þarft ekki að standa í langan tíma í vegabréfaeftirliti eða ganga langt til að ná í farangur. Ferðatíminn inn í borgina er álíka og frá JFK en kannski aðeins lengri.”

Fyrir þá sem horfa í verðið

Líkt og flugvellirnir JFK og Newark þá er Stewart líka í eigu hafnaryfirvalda í New York og New Jersey. Umferðin um Stewart hefur aftur á mót dregist mjög mikið saman í heimsfaraldrinum enda hafa flugfélögin Jetblue, Delta og American Airlines ekki ennþá takið upp þráðinn í ferðum þangað. Í dag eru það því eingöngu lággjaldaflugfélögin Frontier og Allegiant sem bjóða upp á ferðir frá Stewart og eingöngu til Flórída.

Það er hins vegar ætlunin að snúa vörn í sókn og efla flugvöllinn í Hudsondalnum til muna. Liður í þeirri áætlun er að bjóða flugfélögum sérkjör.

„Við fáum alveg gríðarlega góðan díl, bæði með markaðsstuðningi og í lægri notendagjöldum. Það gerir okkur kleift að opna ódýrasta valkostinn í ferðum milli New York og Evrópu. Kostnaðurinn er raunverulega miklu lægri en ef við hefðum farið inn á stóru flugvellina. Þetta er auðvitað „low-cost” vara. Ef þú ert til dæmis í Frakklandi, á leið til New York og verðið skiptir þig máli þá verður þetta ódýrasta leiðin,” útskýrir Birgir.

Hann bætir því við að fyrir þá sem eru ekki á leið til heimsborgarinnar eða svæðið þar í kring þá verði mögulega betra að fljúga á annan flugvöll við borgina. „Það er samt ekki endilega einfalt. Vélarnar frá Íslandi lenda til dæmis um kvöld og þá er lítið um tengiflug. Eins er ekki lengur hægt að innrita farangurinn alla leið.”

Ný flugstöðvarbygging bíður eftir fyrstu farþegunum

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hóf áætlunarflug milli Stewart flugvallar og Írlands árið 2017 og gekk útgerðin út á notkun Boeing Max þota. Ferðunum var því sjálfhætt þegar Max þotur voru kyrrsettar um heim allan árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa.

Flugmálayfirvöld í New York höfðu hins vegar ráðist í mikla uppbyggingu á flugstöðinni við Stewart og til að mynda reist nýja álmu fyrir alþjóðaflug sem aldrei hefur verið notuð. Birgir segir forsvarsfólk flugvallarins því iðandi í skinninu að koma hlutunum í gang á ný. Það hjálpi líka til að núna er flugvöllurinn kominn með alþjóðlega skráningu og kemur því sjálfkrafa upp í öllum bókunarsíðum þegar leitað er eftir flugi til og frá New York.

„Öll ferðaþjónustan á svæðinu tekur líka þátt í að aðstoða okkar. Þarna er stærsta Legoland í heimi og risastór verslunarmiðstöð og þessir aðilar fundu fyrir jákvæð áhrifum þegar Norwegian flaug til Stewart á sínum tíma.”

Sem fyrr segir mun Play fljúga daglega til Stewart við New York og eins til Logon í Boston og Baltimore-Washington flugvallar. 

Þess má geta að forráðamenn norska lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic hafa gefið út að þeir stefni á að fljúga sínum Boeing Dreamliner þotum til og frá Stewart flugvelli þegar félagið hefur rekstur síðar í ár. Miðasala er þó ekki hafin.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …