Samfélagsmiðlar

Miklu lægri kostnaður en á hinum flugvöllunum

Einu áætlunarflugin sem í boði er frá Stewart flugvelli í New York í dag eru ferðir til Flórída. Flugmálayfirvöld í heimsborginni sjá tækifæri í að bæta úrvalið umtalsvert.

Ný flugstöðvarbygging fyrir farþega í alþjóðaflugi frá Stewart flugvelli í New York verður í raun vígð þegar áætlunarflug Play hefst.

„Þetta er í raun annar markaður en sá sem hinir flugvellirnir við New York ná til. Uppitökusvæðið er stórt og fer stækkandi eins og ört hækkandi fasteignaverð á svæðinu er til marks um. Fólk hefur verið er að flytja úr stórborginni og í Hudsondalinn. Þetta eru listamenn og aðrir sem geta sinnt vinnunni sinni hvar sem er,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um nýjasta áfangastað félagsins, Stewart flugvöll í New York. Þangað hyggst félagið hefja flug í byrjun júní.

„Í dag er ekkert alþjóðlegt flug á boðstólum frá Stewart og íbúar svæðisins keyra því fram hjá flugvellinum á leið sinni í flug frá JFK og Newark. Á þessum tveimur flugvöllum er samt í raun allt dýrara og erfiðara, til dæmis að leggja bílum,” bætir Birgir við í samtali við Túrista.

Stewart flugvöllur er um 100 kílómetrum norðan við heimsborgina og það tekur um einn og hálfan tíma að komast þaðan og inn á miðja Manhattan-eyju. Forstjóri Play bendir hins vegar á að flugstöðin sé lítil og því fljótlegt að fara þar í gegn. 

„Þetta er bara eins og að lenda á Egilsstöðum. Þú þarft ekki að standa í langan tíma í vegabréfaeftirliti eða ganga langt til að ná í farangur. Ferðatíminn inn í borgina er álíka og frá JFK en kannski aðeins lengri.”

Fyrir þá sem horfa í verðið

Líkt og flugvellirnir JFK og Newark þá er Stewart líka í eigu hafnaryfirvalda í New York og New Jersey. Umferðin um Stewart hefur aftur á mót dregist mjög mikið saman í heimsfaraldrinum enda hafa flugfélögin Jetblue, Delta og American Airlines ekki ennþá takið upp þráðinn í ferðum þangað. Í dag eru það því eingöngu lággjaldaflugfélögin Frontier og Allegiant sem bjóða upp á ferðir frá Stewart og eingöngu til Flórída.

Það er hins vegar ætlunin að snúa vörn í sókn og efla flugvöllinn í Hudsondalnum til muna. Liður í þeirri áætlun er að bjóða flugfélögum sérkjör.

„Við fáum alveg gríðarlega góðan díl, bæði með markaðsstuðningi og í lægri notendagjöldum. Það gerir okkur kleift að opna ódýrasta valkostinn í ferðum milli New York og Evrópu. Kostnaðurinn er raunverulega miklu lægri en ef við hefðum farið inn á stóru flugvellina. Þetta er auðvitað „low-cost” vara. Ef þú ert til dæmis í Frakklandi, á leið til New York og verðið skiptir þig máli þá verður þetta ódýrasta leiðin,” útskýrir Birgir.

Hann bætir því við að fyrir þá sem eru ekki á leið til heimsborgarinnar eða svæðið þar í kring þá verði mögulega betra að fljúga á annan flugvöll við borgina. „Það er samt ekki endilega einfalt. Vélarnar frá Íslandi lenda til dæmis um kvöld og þá er lítið um tengiflug. Eins er ekki lengur hægt að innrita farangurinn alla leið.”

Ný flugstöðvarbygging bíður eftir fyrstu farþegunum

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hóf áætlunarflug milli Stewart flugvallar og Írlands árið 2017 og gekk útgerðin út á notkun Boeing Max þota. Ferðunum var því sjálfhætt þegar Max þotur voru kyrrsettar um heim allan árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa.

Flugmálayfirvöld í New York höfðu hins vegar ráðist í mikla uppbyggingu á flugstöðinni við Stewart og til að mynda reist nýja álmu fyrir alþjóðaflug sem aldrei hefur verið notuð. Birgir segir forsvarsfólk flugvallarins því iðandi í skinninu að koma hlutunum í gang á ný. Það hjálpi líka til að núna er flugvöllurinn kominn með alþjóðlega skráningu og kemur því sjálfkrafa upp í öllum bókunarsíðum þegar leitað er eftir flugi til og frá New York.

„Öll ferðaþjónustan á svæðinu tekur líka þátt í að aðstoða okkar. Þarna er stærsta Legoland í heimi og risastór verslunarmiðstöð og þessir aðilar fundu fyrir jákvæð áhrifum þegar Norwegian flaug til Stewart á sínum tíma.”

Sem fyrr segir mun Play fljúga daglega til Stewart við New York og eins til Logon í Boston og Baltimore-Washington flugvallar. 

Þess má geta að forráðamenn norska lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic hafa gefið út að þeir stefni á að fljúga sínum Boeing Dreamliner þotum til og frá Stewart flugvelli þegar félagið hefur rekstur síðar í ár. Miðasala er þó ekki hafin.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …