Vont veður setti strik í reikninginn á Keflavíkurflugvelli í nýliðnum janúar og fella þurfti niður fjölda ferða. Það var líka gert í janúar í hittifyrra því sex daga í þeim mánuði var bróðurpartur allra flugferða blásinn af. Það er því ekkert nýtt í því að lægðir í ársbyrjun riðli flugáætlun Keflavíkurflugvallar.