Stríðsátök eru hafin í Evrópu með innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Hlutabréfavísitölur í evrópskum kauphöllum hafa lækkað hratt í fyrstu viðskiptum dagsins og verð á hráolíu fór yfir eitt hundrað dollara markið. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem verð á olíu hefur verið svo hátt.