PCR-próf brátt óþörf en ekki opið upp á gátt

Í dag er Toronto eina kanadíska borgin sem hægt er að fljúga til beint frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Conor Samuel / Unsplash

Það nægir ekki að sýna bólusetningarskírteini þegar fara á yfir kanadísku landamærin því þar verður einnig að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr PCR-prófi. Frá og með 1. mars verður reglunum þó breytt á þann veg að niðurstöður úr hraðprófum duga en þó aðeins ef þau hafa verið tekin af fagfólki. Það nægir sem sagt ekki að koma með niðurstöður úr heimaprófi.

Til viðbótar við þetta þá er sú regla ennþá í gildi í Kanada að farþegar eru valdir af handahófi við komuna til landsins og sendir í PCR-próf í flugstöðinni. Fólk þarf þó ekki að fara í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr þessum prófum.

Í dag er Toronto eina borgin í Kanada sem flogið er beint til frá Íslandi en það er Icelandair sem heldur úti þessum ferðum.