Reikna með straumi ferðamanna með sérstakar vegabréfsáritanir

Bangkok
Frá Bangkok, höfuðborg Taílands. Mynd: Dan Freeman / Unsplash

Ferðaþjónusta vegur þungt þjóðarbúskap Taílendinga og nú ætla stjórnvöld að reyna að koma greininni á flug á nýjan leik með því að fella niður kröfu um sóttkví ferðafólks og skiptir þá engu frá hvaða landi fólki kemur. Svo lengi sem það er bólusett fyrir kórónuveirunni.

Frá og með deginum í dag geta því þeir fullbólusettu sótt um sérstakar vegabréfsáritanir sem heimila ferðalög til Taílands án einangrunar við komuna til landsins.

Búist er við að tvö til þrjú hundruð þúsund umsóknir muni berast um þessa háttar vegabréfsáritanir nú í febrúar og fjöldinn muni margfaldast næstu mánuði samkvæmt frétt Bloomberg.