Nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaraðgerðum víða í Evrópu þá hefur sala á ferðalögum tekið kipp. Sérstaklega horfa margir til sólarlanda og fá sæti eru laus í páskaferðir suður á bóginn eins og staðan er í dag. Fólk er líka farið að bóka lengra fram í tímann.