SAS niður um 25 prósent

Hlutabréf í SAS eru í frjálsi falli og skýringin liggur í nýrri greiningu norska bankans DNB á stöðu þessa stærsta flugfélags Norðurlanda. Þar eru stóru orðin ekki spöruð því talað er um að gjaldþrot sé óumflýjanlegt verði ekki gripið til ráðstafanna til að stöðva taprekstur, draga úr skuldum og skera niður kostnað.

Sérfræðingar DNB meta hvern hlut í SAS á aðeins 40 sænska aura en það er rétt um fjórðungur af gengi félagsins við lokun markaða í gær. Þá var það 1,58 sænskar krónur á hlut er núna um 1,2 krónur.

Danska og sænska ríkið eru stærstu hluthafar SAS í dag og jafnframt stærstu lánveitendur. Hvort ríki fyrir sig á um 22 prósent hlut í flugfélaginu.