Seldu átta af hverjum tíu sætum

MYND: WIZZ AIR

Í janúar í fyrra flugu tæplega sex hundruð þúsund farþegar með ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz Air og sætanýtingin var 61 prósent. Í nýliðnum janúar voru farþegarhópurinn fjórum sinnum fjölmennari og núna voru átta af hverjum tíu sætum skipuð.

Betur nýttar flugvélar hafa það í för með sér að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega lækkar og nam samdrátturinn fjórðungi samkvæmt tölum félagsins. Wizz Air er eitt fárra flugfélaga sem birtir mánaðarlegt uppgjör á losun gróðurhúsalofttegunda vegna rekstursins. Það gerir Play líka en ekki Icelandair.

Þotur Wizz Air tóku 84 sinnum á loft frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum janúar samkvæmt talningum Túrista.