Samfélagsmiðlar

Stjórnarmaðurinn fjárfesti í félagi sem Icelandair var nýbúið að gera samkomulag við

Hjá Icelandair er ekki talin ástæða til að greina frá aðkomu stjórnarmanns að stofnun nýs flugfélags eða fjárfestingu hans í fyrirtæki sem Icelandair er í samstarfi við.

Aðalfundur Icelandair Group fer fram í næstu viku og af því tilefni sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu fyrir helgi með upplýsingum um þau fimm sem eru í framboði til stjórnar. Þau sitja öll í stjórninni í dag enda kom ekkert mótframboð fram.

Í fyrrnefndri tilkynningunni eru núverandi og fyrrum störf stjórnarmannanna tiltekin og um leið eru hagsmunatengsl þeirra við viðskiptavini og keppinauta útilokuð.

Ekkert um Connect Airlines

Sjá má á ferilskrám tveggja stjórnarmannanna að bæði tengjast þau bandaríska flugfélaginu Waltzing Matilda. Það félag sérhæfir sig í flugi einkaþota og er í eigu John Thomas, stjórnarmanns í Icelandair. Nina Jonsson, sem kom inn í stjórn Icelandair með Thomas fyrir tveimur árum, situr í ráðgjafaráði Waltzing Matilda í tengslum við stofnun nýs flugfélags að því segir í tilkynningunni.

Heiti nýja flugfélagsins kemur ekki fram í tilkynningunni en þarna er væntanlega verið að vísa í Connect Airlines. En fyrrnefndur John Thomas hefur unnið að stofnun þess síðustu misseri og rætt áformin í viðtölum og þá komið fram sem eigandi og framkvæmdastjóri.

Connect Airlines er ætlað að sinna áætlunarflugi frá Toronto í Kanada til nærliggjandi borga í Bandaríkjunum. Flugmálayfirvöld vestanhafs hafa reyndar ekki ennþá veitt Connect Airlines leyfi til áætlunarflugs. Starfsemin átti upphaflega að hefjast sl. haust en nú er horft til þess að jómfrúarferðin verði farin í maí.

Fjárfestir í sama orkuskiptabúnaði og Icelandair er með til skoðunar

Í tilkynningu Icelandair til hlutahafa er heldur ekki tilgreint að stjórnarmaðurinn, í gegnum fyrrnefnt Waltzing Matilda, er meðal hluthafa í fyrirtækinu Universal Hydrogen. En Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsingu við þetta sama fyrirtæki í júlí sl. um þróun á búnaði sem gæti nýst til að breyta gömlum Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar flugvélar.

Þremur mánuðum eftir samkomulagið við Icelandair þá efndi Universal Hydrogen til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 62 milljónir dollara eða um 8 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu, að hlutafjárútboðinu loknu, var flugfélag Thomas stjórnarmanns, nefnt sem einn af fjárfestunum.

Í desember sl. hófst svo samstarf Universal Hydrogen og Connect Airlines um vetnisknúnar Dash-8 flugvélar.

Telja óþarfa að upplýsa meira

Sem fyrr segir er þó ekki minnst einu orði á þessi tengsl Thomas við Universal Hydrogen í tilkynningu sem Icelandair sendi á hluthafa vegna stjórnarkjörsins í næstu viku. Spurð um ástæður þess þá segir í svari frá Icelandair að þau telji að möguleg áform Icelandair um samstarf við Universal Hydrogen séu ekki þess eðlis að Thomas sé háður Icelandair.

Af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair þá eru átta íslenskir lífeyrissjóðir. Stærsti hluthafinn er bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit en sá hlutur er reyndar skráður á Írlandi.

Og þegar spurt er afhverju hluthafar eru ekki upplýstir um aðkomu Thomas að stofnun nýs flugfélags, sem eigandi og framkvæmdastjóri, þá segir í svari Icelandair að umfjöllunin um hann í fyrrnefndri tilkynningu gefi glögga mynd af menntun og reynslu. Einnig er vísað til þess að starfsferill stjórnarmannsins spanni marga áratugi.

Túristi hefur óskað eftir skoðun Thomas sjálfs á mögulegum hagsmunaárekstrum vegna stjórnarsetu í Icelandair og fjárfestingar hans í Universal Hydrogen. Engin svör hafa borist. Túristi hefur áður leitað svara hjá Thomas um stofnun Connect Airlines og möguleg áhrif á störf hans fyrir Icelandair en þá hefur blaðafulltrúi hans vísað á Icelandair.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …