Þurfti að taka sveig fram hjá Íslandi

Til vinstri er leiðin sem þota Aeroflot fór frá Punta Cana til Moskvu þann 25. febrúar og til hægri er leiðin sem farin var í gær. Skjámyndir af vef Flightradar.

Ríkisstjórn Íslands ákvað í gær að loka á aðgang rússneskra flugvéla að íslenskri lofthelgi líkt og fleiri Evrópuríki hafa gert. Og nú hafa stjórnendur Aeroflot, stærsta flugfélags Rússlands, fellt niður allar ferðir félagsins til Evrópu frá og með deginum í dag.

Áhrif flugbannsins sem sett var hér á landi hafði áhrif á ferð Aeroflot frá Punto Cana í Dómíníska lýðveldinu til Moskvu í gær. Í stað þess að fljúga yfir Ísland, líkt og gert var þann 25. febrúar, þá þurftu flugmenn þoturnar að fljúga henni sveig í kringum íslenska flughelgi eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Af þeim sökum tók flugferðin í gær nærri ellefu og hálfan klukkutíma sem var þremur korterum lengra ferðalag en þann 25. febrúar þegar flogið var yfir Ísland og hin Norðurlöndin.