Á ný til Glasgow og Denver

Þota Icelandair á flugvellinum í Denver. Mynd: Denver International Airport

Icelandair gerði hlé á ferðum sínum til skosku borgarinnar Glasgow í vetur en á morgun tekur félagið upp þráðinn í áætlunarfluginu þangað. Þar með fá þeir sem eru á leið héðan til Skotlands fleiri valkosti því að undanförnu hafa ferðirnar takmarkast við áætlunarflug Easyjet til Edinborgar.

Glasgow er ekki eina borgin sem Icelandair bætir við áætlun sína á morgun því þá er líka á dagskrá fyrsta ferðin til Denver síðan um áramótin. Í desember í fyrra nýttu um 2.700 farþegar sé ferðir Icelandair til og frá Denver eða um helmingi færri en á sama tíma árið 2019 samkvæmt tölum frá flugmálayfirvöldum þar í borg.