Tillaga stjórnar Icelandair Group um að nýtt kaupréttakerfi fyrir stjórnendur og sérvalda starfsmenn flugfélagsins var samþykkt á aðalfundi í síðustu viku. Kerfið bætist við bónuskerfi sem nú þegar er til staðar hjá flugfélaginu og getur hækkað árslaun stjórnenda um allt að fjórðung.
Í hópi tuttugu stærstu hluthafa fyrirtækisins eru níu íslenskir lífeyrissjóðir og greiddu þrír stærstu atkvæði gegn tillögunni líkt og Túristi hefur áður greint frá.