Bjarnheiður endurkjörin

Stjórn SAF, frá vinstri: Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair Hotel Natura, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions, Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og formaður, Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Jómfrúarinnar, Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar Icelandair og Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð Mynd: SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram í vikunni en í aðdraganda hans fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um þrjú af sex sætum í stjórn samtakanna. Og það voru þau Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions hlutu kjör í stjórninni til næstu tveggja ára.

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og núverandi formaður SAF var svo endurkjörin formaður samtakanna til næstu tveggja ára.