Samfélagsmiðlar

Boða ráðdeild í rekstri og eldsneytisgjald

Play tapaði 22,5 milljónum dollara í fyrra sem jafngildir um 2,8 milljörðum króna miðað við meðalgengi dollara árinu. Fyrir skatt var tapið 3,6 milljarðar kr. Afkoman var helmingi verri en lagt var upp í kynningu á hlutafjárútboði félagsins í júní í fyrra. Þar var umframeftirspurnin eftir hlutabréfum í hinu nýja flugfélagi áttföld. Um 4,3 milljarðar króna söfnuðust í útboðinu en stuttu áður hafði Play fengið inn um sex milljarða króna í lokuðu útboði.

Meginkýringin á verri afkomu liggur í tekjuhliðinni því farþegahópur Play var mun fámennari en vonast var til. Af þeim sökum voru tekjurnar um helmingi lægri en upphaflega var reiknað. Forsvarsfólk Play hefur áður vísað til þess að markaðsaðstæður hafi verið erfiðar í fyrra vegna heimsfaraldursins og þeirra sóttvarnaraðgerða sem þá voru í gildi.

Falla frá áformum um olíuvarnir

Núna er það afleiðingar innrásar Rússa á Úkraínu sem valda búsifjum. Kostnaðurinn hefur nefnilega aukist í takt við hækkandi olíuverð. Stjórnendur Play gera ráð fyrir að sú verðbreyting muni kosta félagið aukalega um tíu milljónir dollara í ár en það jafngildir um 1,3 milljörðum kr. á gengi dagsins. Hins vegar hefur verið fallið frá áformum um að festa hluta af olíuverðsins fram í tímann, öfugt við það sem boðað var í síðustu viku.

Útíbú í Litháen til að lækka kostnað

Fyrrnefndri hækkun á olíu verður mætt með aukinni ráðdeild í kostnaði og tilkomu sérstaks olíugjalds ofan á miðaverð að því segir í tilkynningu frá Play. Ekki kemur þar fram hversu hátt gjaldið verður en til samanburðar er eldsneytisálagið 4.600 krónur hjá Icelandair þegar flogið er til Evrópu en 8.100 kr. ef flogið er til Norður-Ameríku. Álagið var mun hærra þegar olíuverðið var síðast álíka hátt og það er í dag.

Í tilkynningu Play er ekki nefnt hvernig aðhald í rekstrinum mun kom fram en stjórnendur flugfélagsins boðuðu opnun útibús í Vilnius í Litháen í árslok í fyrra. Tilgangurinn með því var meðal annars að ná fram lægri kostnaði. Gera má ráð fyrir að forsvarsfólk Play fjalli um stöðuna á því verkefni á afkomufundi með fjárfestum nú klukkan hálf níu. Túristi mun fjalla um niðurstöður þess fundar síðar í dag.

Engin áform um hlutafjáraukningu

Þrátt fyrir áframhaldandi krefjandi rekstrarumhverfi þá gerir Play ráð fyrir rekstrarahagnaði á seinni helmingi þessa árs þegar tengiflug félagsins hefst enda hafi bókanir aukist verulega með tilkomu þess. „Engin áform eru því uppi um hlutafjáraukningu enda er lausafjárstaða félagsins sterk, bókunarstaðan góð og fyrirtækið ber engar vaxtaberandi skuldir,“ að því segir í tilkynningu.

Samkvæmt útboðsgögnum Play í júní í fyrra var gert ráð fyrir að rekstrarafkoman árið 2022 yrði jákvæð um 1,4 milljarða króna og hagnaður eftir skatt myndi nema hálfum milljarði kr.

Nýtt efni

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …