Ekki grímuskylda í öllu Íslandsflugi

Frá og með deginum í dag þarf ekki lengur að nota grímu á Heathrow flugvelli. Það á einnig við á Keflavíkurflugvelli. Þar með ættu farþegar sem fljúga þessa leið með British Airways að geta ferðast eins og fyrir heimsfaraldur. Mynd: Heathrow Airport

Farþegar í Leifsstöð þurfa ekki lengur að vera með grímur nema þegar þeir ganga um borð í flugvélarnar. Ennþá halda flugfélögin nefnilega í grímuskylduna. Á því eru þó að verða breytingar þessa dagana. Þannig ættu þeir sem fljúga héðan með British Airways að geta ferðast eins og fyrir heimsfaraldur.

Hjá breska félaginu var slakað á reglunum í dag og í svari til Túrista skrifar talsmaður þess að nú verði farþegar eingöngu beðnir um að nota grímur ef reglur í landinu sem flogið er til eða frá kveða á um slíkt. Talsmaður British Airwats bætir við að tilkynnt verði á skjám við brottfararhlið hvort farþegar þurfi að setja upp grímur í flugferðinni eða ekki. Hann mælist því til að farþegar hafi áfram grímur til taks.

Og það sama gildir um þá sem ætla að ferðast með Jet2 til og frá Keflavíkurflugvelli. Stjórnendur flugfélagsins hafa fellt niður grímuskyldu í flestum ferðum en upplýsingafulltrúi félagsins getu ekki svarað því skýrt hvort það eigi líka við í ferðunum til Íslands.

Hvorki Icelandair né Play hafa ekki boðað neinar breytingar á reglum um grímunotkun.