Ekki lengur grímuskylda í öllum ferðum Icelandair

Nú geta farþegar Icelandair á ný gengið um borð án grímu en þó ekki í öllum tilvikum. Mynd: Icelandair

Frá og með morgundeginum þurfa eingöngur farþegar Icelandair að setja upp grímur þegar flogið er til Bandaríkjanna, Kanada, Sviss og Frakklands. Í þessum löndum er nefnilega ennþá kveðið á um að farþegar séu með grímur í flugferðum og almenningssamgöngum.

Á heimasíðu Icelandair segir að grímunotkun verði valkvæð í öllu öðru millilandaflugi og í innanlandsflugi „Heilbrigðisyfirvöld mæla þó með því að farþegar gangi með grímu um borð í flugi, þegar ekki er hægt að tryggja hæfilega fjarlægð milli farþega,“ segir ennfremur í frétt á heimasíðu flugfélagsins.

Samkvæmt svari frá Play þá hafa engar breytingar á grímuskyldu verið gerðar þar á bæ. Farþegar félagsins þurfa því áfram að nota grímur í ferðum félagsins.