Ódýrasti farmiðinn með Play til London í júní kostar 18 þúsund krónur báðar leiðir. Skattar og flugvallagjöld nema helmingi farmiðaverðsins og flugfélagið sjálft fær því um níu þúsund krónur í sinn hlut. Sú upphæð dugar í dag ekki fyrir eldsneytinu sem þarf til að fljúga einum farþega frá Keflavíkurflugvelli til London og heim aftur.