En hvað með skattsporið hans Skúla?

Rekstur íslenskra flugfélaga skapar þjóðarbúinu miklar tekjur líkt og forsvarsmenn þeirra hafa vísað til þegar á brattann er að sækja.

Gjaldeyristekjur af farþegum Wow Air, flugfélags Skúla Mogensen, námu um 120 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyrir flugfélagið. Mynd: Wow Air / Sigurjón Ragnar

Icelandair Group var það fyrirtæki sem fékk langhæstu styrkina frá hinu opinbera vegna áhrifa heimsfaraldursins. Ríkið lagði flugfélaginu til um fimm milljarða króna í tengslum við hlutabótaleiðina og eins í uppsagnarstyrki.

Á ræðu sinni á aðalfundi Icelandair á fimmtudag, sem send var fjölmiðlum sama dag, fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins, að ríkið hefði fengið upphæðina fimmfalt til baka því svokallað skattspor félagsins hafi numið 26 milljörðum króna síðustu tvö ár.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.