Fimmtungi fleiri farþegar í febrúar

Mynd: Isavia

Það voru nærri 232 þúsund farþegar sem áttu leið um Flugstöð Leif Eiríkssonar í síðasta mánuði. Það er viðbót um 41 þúsund farþega eða 22 prósent frá því í janúar í ár.

Farþegahópurinn var jafn fjölmennur í nýliðnum febrúar og hann var á sama tíma árið 2015 eins og sjá má á línuritinu. En forsvarsfólk Isavia horfir einmitt til þess að farþegar á Keflavíkurflugvelli í ár verði álíka margir og þeir voru fyrir sjö árum síðan. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag.