Samfélagsmiðlar

Fjöldi tækifæra fyrir flugfélög og íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á Grænlandi

Keflavíkurflugvöllur er á margan hátt vel staðsettur fyrir Grænland segir Hjörtur Smárason, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Grænlands. Hann sér líka marga möguleika fyrir íslenska ferðaþjónustufyrirtæki þar í landi.

Teikningar af nýjum og endurbættum flugvöllum á Grænlandi.

Fyrir heimsfaraldur fór nærri helmingur allra ferðamanna sjóleiðina til Grænlands. Skýringin á því er meðal annars sú að stórar farþegaþotur geta í dag aðeins lent á flugvellinum í Kangerlussuaq. Innan þriggja ára verða hins vegar teknar í notkun nýjar flugbrautir í Nuuk og Ilulissat sem verða nógu langar fyrir þotur.

Samhliða þessum breytingum þá opnast ný tækifæri fyrir Grænlandsflug, meðal annars frá Keflavíkurflugvelli. Hjörtur Smárason, framkvæmdastjóri Visit Greenland, segir þetta byltingu í ferðaþjónustu á Grænlandi. 

„Það er klárlega tækifæri í því að fljúga hingað þotum í stað þess að nota minni flugvélar þar sem fáir farþegar þurfa að bera uppi allan kostnaðinn. Keflavíkurflugvöllur er líka mjög vel staðsettur fyrir Grænland á margan hátt. Hann er eiginlega í miðju Grænlandi ef svo má segja og því frábært að tengjast við leiðakerfi Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Það myndi líka stytta ferðalagið hingað verulega fyrir marga.

Það ekki aðalatriði með hvaða flugfélagi fólk kemur til Grænlands. Auk Icelandair er fjöldi annarra flugfélaga að fljúga til Íslands og þau geta allt eins komið með ferðamenn sem eru með Grænland sem lokaáfangastað. Það eru einnig mikil samlegðaráhrif í því að bjóða fólki upp á tveggja til þriggja daga stopp á Íslandi í tengslum við ferðalag til Grænland. Leiðakerfi Icelandair er mjög gott fyrir Grænland og styttir leiðina hingað. Það tekur t.a.m. einn aukadag fyrir Bandaríkjamann að komast hingað ef hann þarf að millilenda í Kaupmannahöfn á leiðinni,” útskýrir Hjörtur.

Mikilvægt að fá beint flug frá fleiri löndum

Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu á síðasta áratug skrifast að töluverðu leyti á þann fjölda erlendra flugfélaga sem hóf að fljúga til Keflavíkurflugvallar. Breskum ferðamönnum hér á landi yfir háveturinn fjölgaði til að mynda umtalsvert með tilkomu Easyjet á markaðinn. Nýjasta dæmið um slík áhrif er aukin ásókn Ítala í Íslandsferðir sem rekja má til tíðar ferðir Wizz Air hingað frá ítölskum borgum.

Hjörtur horfir til þessara þróunar og vonast til að Grænland komist líka kortið hjá erlendum flugfélögum.

„Þetta eru fyrirtæki sem ná til margra milljóna og eru með mjög sterkar söluleiðir sem við sjálf höfum ekki aðgang að. Það er því draumur minn að fá erlend flugfélög til að fljúga hingað beint. Við sjáum líka að Icelandair er í dag miklu stærra en það var áður en erlendu samkeppnisaðilarnir komu. Air Greenland mun að sama skapi stækka við að fá fleiri flugfélög inn á markaðinn því hér þarf að fljúga innanlands til að komast á milli staða og það er bara Air Greenland sem er á þeim markaði.”

Góð reynsla af starfi við Íslendinga

Það eru ekki aðeins tækifæri fyrir flugfélög að hasla sér völl á Grænlandi því þar eru líka möguleikar fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Sérstaklega þau sem hafa byggt upp öflugt sölustarf að mati Hjartar.

„Við erum að leita að meiri uppbyggingu í afþreyingu fyrir ferðamenn, og sérstaklega í ævintýraferðum og sjálfbærri ferðamennsku. Þar hafa íslensk fyrirtæki mikla reynslu enda búið að byggja upp mikið í tengslum við ferðaþjónustuna á Íslandi á síðastliðnum áratug. Ég tel að það séu mikil tækifæri fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að auka úrvalið hjá sér með því að koma með nýja valkosti á Grænlandi. Hér er ennþá hægt að framkvæma það sem var hægt á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Finna fjörð og vera þar alveg einn með hóp og gera eitthvað nýtt og spennandi,” segir Hjörtur.

Hann bendir jafnframt á að Íslendingar hafa verið virkir á Austur-Grænlandi og hluti af ferðaþjónustunni þar er rekin af eða í samtarfi við Íslendinga.

„Það er almennt góð reynsla af því samstarfi og ég sé Íslendinga sem mikilvægan hlekk í uppbyggingu grænlenskrar ferðaþjónustu. Líka í þjálfun starfsfólks þannig að Íslendingar komi hingað og vinni með grænlenskum fyrirtækjum. Á sama hátt gætu Grænlendingar farið til Íslands og lært af því sem gert hefur verið þar. Sterkt samstarf landanna í ferðaþjónustu getur verið báðum löndum mjög til góða.”

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …