Hámarka ekki plássið þotunum

Play
Nýja þota sem Play hefur tekið í notkun. MYND: PLAY

Play tók á móti fjórði þotunni sinni í gær en sú er af tegundinni Airbus A320neo. Í henni eru 174 sæti eða jafn mörg og skandinavíska flugfélagið SAS er með í sínum flugvélum af sömu gerð.

Aftur á móti er pláss fyrir tólf farþega í viðbót í Airbus A320neo þotum lággjaldaflugfélagsins Easyjet. En lággjaldaflugfélög reyna vanalega að koma eins mörgum farþegum fyrir í þotunum og hægt er.

Sú leið hefur þó ekki verið farin hjá Play því í þotunum þremur sem fyrir voru í flota félagsins eru aðeins sæti fyrir 192 farþega. Í flugvélum af sömu tegund er pláss fyrir 235 farþega hjá Easyjet. Hjá Wizz Air eru raðirnar ennþá þéttari því þar eru sæti fyrir fjóra farþega í viðbót.