Það voru 76 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í febrúar. Þar af voru Bretarnir 29 þúsund eða 38 prósent af heildinni sem er töluvert meira vægi en á sama tíma árin 2019 og 2020 þegar um það bil þrír hverjum tíu voru breskir. Í venjulegu árferði koma hingað fleiri Bretar í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá.