Samfélagsmiðlar

Icelandair nærri varnarlaust frá og með sumrinu

Heimsmarkaðsverð á þotueldsneyti er komið langt yfir þau mörk sem stjórnendur Icelandair horfa til í afkomuspá sinni. Frá og með 1. júlí er félagið í svipaðri stöðu og Wow Air var á sínum tíma.

Boeing 757 þota Icelandair í Vancouver í Kanada.

Um langt árabil hafði Icelandair þann háttinn á að semja fyrirfram um verð á helming af eldsneytisnotkuninni til næstu tólf mánaða. Til viðbótar festi félagið verðið á tæplega tíund af notkuninni til næstu 13 til 18 mánaða.

Þegar landamæri lokuðust við upphaf heimsfaraldursins þá reyndust þessir samningar Icelandair dýrkeyptir og uppgjör á þeim var hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sumarið 2020. Í kjölfarið eignfærði félagið skattalegt tap vegna þessara eldsneytisvarna upp á rúma fimm milljarða króna. Sú upphæð getur nýst í framtíðinni til að jafna út skattgreiðslur af mögulegum hagnaði flugfélagsins.

Hluti af gömlu samningum eru þó ennþá í gildi og þar með hefur Icelandair verið með fast verð á um þrjátíu prósent af eldsneytiskaupum sínum fyrstu þrjá mánuðina í ár. Á öðrum ársfjórðungi dekka samningarnir nærri fjórðung notkunarinnar. Icelandair greiðir að jafnaði 663 dollara fyrir hvert tonn af olíu sem bundið er þessum samningum. Þetta kom fram á uppgjörsfundi flugfélagsins í síðasta mánuði.

Í sömu stöðu og Wow Air á sínum tíma

Þar kom hins vegar ekki fram hver staðan er á eldsneytissamningum Icelandair lengra fram í tímann. En samkvæmt svari við fyrirspurn Túrista þá hefur flugfélagið aðeins varið rétt undir tíu prósent af áætlaðri olíunotkun á þriðja ársfjórðungi, þ.e. júlí til september. Þetta er sá ársfjórðungur sem þar sem rekstur Icelandair þarf að skila nægum hagnaði til að jafna út tapið sem vanalega er á fyrsta og síðasta fjórðungi.

Eldsneytisvarnir Icelandair frá og með 1. júlí nk. eru því sáralitlar sem mikil breyting frá því sem verið hefur. Það er þó ekki óþekkt að flugfélög kaupi eldsneyti á markaðsverði í stað þess að festa verðið langt fram í tímann. Wow Air var til að mynda aldrei með þess háttar varnir sem kom sér vel á árunum sem olíuverðið var lágt. Aftur á móti gerði það félaginu erfitt fyrir árið 2018 þegar eldsneytisverðið rauk upp. Þá fór varð olían reyndar aldrei eins dýr og hún er í dag.

Hefur rokið upp eftir innrásina

Verð á olíu var orðið hátt áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst en hefur síðan þá hækkað umtalsvert. Og sú staða kallar á breytingar að mati stjórnenda Wizz Air, næststærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu. Þeir hafa hingað til ekki keypt olíu fram í tímann en í morgun tilkynntu þeir að gengið hefði verið frá samningum um fast verð á helmingi eldsneytisnotkunar félagsins til næstu fjögurra mánaða. Fyrir þetta greiðir Wizz Air 1.172 dollara á tonnið en í tilkynningu er bent á að þetta sé töluvert undir markaðsverði dagsins því það nemi 1.300 dollurum á tonnið.

Er komið langt yfir mörkin

Ef stjórnendur Icelandair horfa til þess að tryggja sér fast verð á olíu lengra fram í tímann þá má gera ráð fyrir að félagið geti í besta falli gengið að sömu kjörum og Wizz Air. Umsvif Icelandair eru nefnilega miklu minni en ungverska félagsins.

Um leið yrði spá um jákvæða afkomu Icelandair í ár í hættu. Sú gerir nefnilega ráð fyrir að félagið greiði að jafnaði 800 dollara fyrir hvert tonn af þotueldsneyti í ár. Þetta hafði Fréttablaðið eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins, í síðustu viku. „Hækkanir umfram það munu hafa áhrif á afkomuna til verri vegar,“ bætti forstjórinn við.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …